expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Friday, August 5, 2016

Bananakaka með söltuðu karamellukremi og pekanhnetum


Bananakaka með söltuðu karamellukremi og pekanhnetum


Innihald

Bananakaka
220 g hveiti
30 g kókós
2 tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
½ tsk maldon salt
115 g smjör við stofuhita
85 g púðursykur
80 g sykur
2 egg
2 þroskaðir banana
30 ml sterkt kaffi
30 ml mjólk
1 tsk vanilludropar

Aðferð
Stillið ofninn í 180 gráðu hita og setjið smjörpappír í botninn á tveimur 20 cm hringlaga kökuformum. Blandið hveiti, kókós, lyftidufti, matarsóda og salti saman í skál og hrærið saman. Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjum saman við einu í senn og hrærið á milli. Stappið bananana og setjið saman við ásamt kaffi, mjólk og vanilludropum. Því næst blandi þið hveitiblöndunni rólega saman við og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman og blandan er orðin slétt og fín. Skiptið deiginu jafnt á milli formanna tveggja og bakið í ca 25-30 mín. eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar. Kælið botnana alveg áður en þið setjið kremið á.

Saltað karamellukrem
250 g smjör við stofuhita
1 pk flórsykur
2 tsk vanilludropar
1 dl (um100g) af karamellusósu (t.d. íssósu eða karamellusírópi)
1 tsk maldon sjávarsalt

Toppur
Pekanhnetur, saxaðar
Saltstangir
Karamellusíróp
Maldon sjávarsalt

Aðferð
Hrærið smjörið þar til það er orðið ljóst og létt. Blandið flórsykri rólega saman við og hrærið vel á milli. Setjið karamellusósuna saman við á samt saltinu og vanilludropum. Hrærið þar til kremið er orðið slétt og fínt. Setjið kremið á milli botnanna og utan um alla kökuna. Skreytið af vild. Saxið pekanhnetur og setjið ofan á toppinn á kökunni og raðið saltstöngum misháum í kringum kökuna. Ef þið viljið aðeins meiri karamellu þá er gott að setja smá karamellusíróp og salt ofan á toppinn.
Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram. Gott er þó að taka hana út um 20 mín áður en hún er borin fram. 


Kveðja
Thelma

No comments:

Post a Comment