expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Friday, January 31, 2014

Kaloríubomba sem aldrei klikkar











Ég er búin að gera þessa kaloríubombu í mörg ár og hún klikkar aldrei! Ég skellti í þessa fyrir gamlárskvöld og hún hvarf úr skálinni....eins og oftast. Kaloríubomban er ekki einungis sjúklega góð heldur tekur bara 15 mínútur að gera hana!! Toppið það!
 
Einnig er gott að frysta bombuna í smá tíma og borða hana ískalda :)
Uppskrift
Fyrir ca. 8-10
1 marengsbotn (ég kaupi hvítan tilbúinn)
750 ml rjómi (eða meira ef þú vilt)
1 stór askja jarðaber (500 g)
4 stk mars
1 poki Nóa kropp
4 kókosbollur
Í rauninni skiptir engu máli hvernig þið raðið þessu í skálina en passa þarf að rjóminn bleyti upp í marengsinum. En svona gerði ég þetta...
 
 
 
Brjótið marengsinn í grófa bita og setjið helminginn af honum í botninn á skálinni, ef þið gerið þetta í eldföstu móti eða öðru þá er gott að setja smá rjóma í botninn og skella öllum marengsinum yfir það og rjóma yfir marengsinn.
 
Þeytið 700 ml af rjóma og sprautið honum yfir marengsinn eða skellið honum yfir með sleif.
 
 
Skreið marsið í grófa bita og bræðið í potti yfir meðalháum hita ásamt 50 ml. af rjóma. Hellið marsinu vel yfir rjómann og marengsinn.
 
 
Skerið kókosbollurnar í bita og raðið þeim yfir rjómann.
 
 
Skerið jarðaberin og raðið meðfram skálinni og dreifið svo rest yfir kókosbollurnar.
 
 
Gott er að skera restina af jarðaberjunum í smærri bita og setjið ofan á kókosbollurnar.
 
 
Setjið restina af marengsinum yfir jarðaberin, gott er að brjóta marengsinn niður í grófa bita. Hérna er líka hægt að setja Nóa kroppið yfir eða helminginn af pokanum og nota rest til þess að skreyta.
 
Setjið restina af þeytta rjómanum yfir og sléttið úr. Skreytið með restinni af Nóa kroppinu og jarðaberjum eða látið sköpunargáfurnar ráða hér og gerið eitthvað fallegt :)
 
 
 
 
 
 
 
Verði ykkur að góðu!!
 
Kveðja
Thelma

No comments:

Post a Comment