expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Friday, August 5, 2016

Bláberjaskyrkaka með brómberjum og súkkulaði


Bláberjaskyrkaka með brómberjum og súkkulaði


Innihald
180 g hafrakex
130 g smjör
¼ l rjómi
500 b bláberjaskyr
7 stk matarlímsplötur
200 g bláber
100 g brómber
100 g dökkt súkkulaði

Aðferð
Setjið hafrakex í matvinnsluvél og hakkið þar til kexið er orðið fínmalað. Bræðið smjör og hellið saman við kexið og hrærið vel saman. Hellið kexblöndunni í ferkantað eða hringlaga form og þrýstið niður. Þeytið rjómann og hrærið saman við skyrið þar til allt hefur blandast vel saman. Leysið upp matarlímið samkvæmt leiðbeiningum utan á pakkanum og hellið því saman við skyrblönduna og hrærið vel. Setjið því næst 100 g af bláberjum saman við skyrblönduna og hrærið varlega með sleif. Hellið skyrblöndunni yfir kexbotninn og sléttið út með sleif og kælið í 2 klukkustundir eða þar til kakan hefur náð að stífna. Skreytið með restinni af bláberjunum og brómberjum og þrýstið þeim lítillega niður. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg, passið að súkkulaðið sé ekki mjög heitt. Dreifið súkkulaðinu óreglulega yfir berin. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram. 

Uppskriftina er hægt að finna á vef Gott í matinn og þar er hægt að margfalda hana að vild.

Kveðja, Thelma

No comments:

Post a Comment