expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Monday, January 27, 2014

Banana-kaffikaka með pekanhnetutopp og vanilluglassúr

Jæja ég er aldeilis búin að vera löt eftir jólin og varla að nennt að baka eina einustu uppskrift!! en ég finn að þetta er að koma til mín aftur og mig er farið að klæja í fingurna til þess að prófa nýjar og spennandi uppskriftir. 
Ég er búin að vera svo löt í janúar að mér líður eins og hann hafi flogið áfram og skilið ekkert eftir sig....nema þáttaáhorf! Ég er búin að koma heim úr vinnunni og njóta þess svo að milljón verkefni bíða mín ekki þegar ég kem heim (bókaskrif-bakstur-kynningar) að ég er búin að græja mat handa öllum, skella börnunum í bað og fara beint upp í rúm að horfa á þætti. 

Þeir þættir sem ég er að horfa á.....já ég skammast mín smá hahahha ég datt inn í TheBachelor!! horfði auðvitað alltaf á þetta fyrir mörgum árum en datt inn í þetta og hann er svo hrikalega sharmerandi og dramað í stelpunum svo spennandi að ég bíð spennt eftir nýjasta þættinum. Ég meina gaurinn heitir Juan Pablo (sagt með spænskum hreim). Síðan er ég alveg hooked á Nashville, ég bara elska þetta country, love, drama og söng og ég öfunda hreinlega fólk sem er ekki búið að sjá þá og á þá alla eftir!! Scandal er líka í algjöru uppáhaldi og mikið sem hún er falleg og flott alltaf í þáttunum!! get ekki beðið eftir að þeir byrji aftur núna í næsta mánuði. Og svo síðast en ekki síst þá fór ég og Mr. Handsome að horfa á The good wife og þeir eru hrikalega góðir, ég bara elska þegar ég uppgötva þætti þar sem nokkur season eru búin og ég sé fyrir mér endalausa veislu framundan! og það besta er að Mr.Handsome horfir á þá með mér.....get ekki sagt það sama um The Bachelor og biður hann mig vinsamlegast um að horfa á þá í tölvunni með headset!! 

En nóg um það, ég ákvað að blogga til þess að deila með ykkur þessari unaðslega góðu köku sem fólk virðist ekki geta hætt að éta þegar það byrjar (móðir mín og Mr. Handsome t.d.) Ég deildi þessari uppskrift í morgunblaðinu í desember og var einnig með hana stundum á bókakynningum og fólk var yfir sig hrifið svo ég mæli með henni fyrir næsta sunnudagskaffi eða þegar þú þarft að slá algjörlega í gegn í vinnunni J

Ég sendi Mr. Handsome með þessa köku í nýju vinnuna og ég vona að hann hafi skorað nokkur stig þar á bæ og samstarfsfólk hans verði einstaklega gott við hann!




Banana-kaffikaka með pekanhnetutopp og glassúr
Innihald
430 g hveiti
50 g kókos
1 msk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk Maldon
225 g smjör við stofuhita
170 g sykur
150 g púðursykur
4 egg
3 þroskaðir bananar
60 ml sterkt kaffi
60 ml mjólk
2 tsk vanilla

Aðferð
Hitið ofninn í 180 C og smyrjið ferkantað eldfast mót.
Setjið hveiti, kókos, lyftuduft, matarsóda og salt saman í skál og setjið til hliðar. Hrærið smjör, púðursykur og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Setjið eggin saman við, eitt og eitt í einu og hrærið á milli. Stappið bananana og setjið þá saman við ásamt kaffinu og mjólkinni og hrærið saman. Bætið hveitiblöndunni saman við smátt og smátt í einu og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið deigið í elfast mót og setjið pekanhnetutoppinn ofan á. Bakið í 35 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju  kökunnar.

Pekanhnetutoppur
45 g hveiti
50 g púðursykur
½ tsk kanill
60 g kallt smjör
100 g pekanhnetur
50 g súkkulaði

Aðferð
Setjið hveiti, púðursykur og kanil saman í skál. Skerið smjörið í litla bita og setjið saman við, vinnið blönduna með höndunum þar til blandan hefur blandast vel saman. Grófsaxið bæði pekanhneturnar og súkkulaðið og setjið saman við. Setjið pekanhnetutoppinn ofan á deigið áður en þið bakið kökuna.

Vanilluglassúr
110 g flórsykur
4 msk mjólk
½ tsk vanilludropar
Aðferð
Blandið öllu saman og hrærið þar til glassúrið verður mjúkt og slétt. Dreifið glassúrinu yfir kökuna með skeið. Gott er að kæla kökuna örlítið áður en glassúrið er sett ofan á.

Þangað til næst....
                     Kveðja Thelma

No comments:

Post a Comment